Betri stjórnendur - góðir starfshættir stjórnenda í opinberum stofnunum
Stofnun stjórnsýslufræða hélt í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Félag forstöðumanna ríkisstofnana málþing um góða stjórnun og stjórnunarhætti hjá hinu opinbera á Grand Hótel þann 22. nóvember síðast liðinn.
Fundarstjóri var Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignamats ríkisins en fjármálaráðherra Árni Mathiesen flutti inngangsorð.
Fyrirlestra fluttu þau:
- Elisabeth Hvas deildarstjóri í danska fjármálaráðuneytinu, (fyrirlestur hennar)
- Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - Háskólasjúkrahúss (fyrirlestur hans) og
- Ómar H. Kristmundsson lektor við HÍ (fyrirlestur hans) en Margrét S. Björnsdóttir flutti erindi hans.
Elisabeth Hvas hefur verið einn stjórnenda Forum for offentlig topledelse, stórs samstarfs- og þróunarverkefnis danska ríkisins og sveitarfélaga. Verkefnið hófst fyrir tveimur árum og endaði síðast liðið vor með skilgreiningu á því hvað teljist góð opinber stjórnun, Kodex for god offentlig topledelse, og tillögum um hvernig þeim skuli fylgt eftir í daglegu starfi stjórnenda hins opinbera í Danmörku, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.
Mörg lönd hafa unnið slíkar viðmiðunarreglur fyrir sína stjórnendur. Elisabeth greindi frá þessu verkefni og öðrum sem lúta að því sama, þ.e. að bæta stjórnunarhætti hins opinbera í Danmörku.
Erindi þeirra Magnúsar Péturssonar og Ómars H. Kristmundssonar fjallaði um stjórnun í opinberum rekstri á Íslandi, en Ómar stýrði rannsókn sem birtist árið 1998 um stjórnunarhætti í opinberum stofnunum og greindi hann m.a. frá því sem hann telur hafa gerst síðan.