Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2005 Matvælaráðuneytið

Friðun viðkvæmra hafssvæða tilkynnt á þingi FSSÍ

Fréttatilkynning

frá sjávarútvegsráðuneyti

 

 

Í ávarpi Einars Kristins Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á fertugasta og öðru þingi Farmanna og fiskimannasambandsins í dag gerði hann að umtalsefni breytt og aukið  hlutverk skipstjórnarmanna. Ráðherra fjallaði einnig um ástæður þess að borið hefur á að erfitt sé að manna skip. Hátt gengi krónunnar er ein ástæðu þess að hans mati, það hefur valdið því að laun sjómanna hafa lækkað, þá bjóðast betur launuð störf í landi vegna þenslunnar á vinnumarkaði.

 

Ráðherra kynnti þá ákvörðun að friða 5 svæði fyrir Suðurlandi sem eru alls um 80 ferkílómetrar fyrir öllum veiðum nema uppsjávarveiðum í hringnót og flottroll. Tilgangur friðunarinnar er að vernda kóralsvæði sem þarna er að finna.  Fram kom í máli ráðherra að grunnur hafi verð lagður að þessum tillögum í vinnu nefndar um friðun viðkvæmra hafsvæða, en útgerðar og skipstjórnarmenn hefðu gert breytingartillögur sem meðal annars stækkuðu friðunarsvæðin. Um þetta sagði Einar Kristinn Guðfinnsson meðal annars:

“Á undanförnum árum hafa rannsóknir verið að sýna okkur æ betur mikilvægi umhverfisþátta fyrir nytjastofna okkar. Við horfum líka í auknu mæli til umhverfisins í sjónum á forsendum varúðar- og vistkerfisnálgunar. Það þarf að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á þætti vistkerfisins sem við hvorki vitum ekki nægilega mikið um, né hvaða áhrif þeir hafa í vöxt og viðgang nytjastofna. Og það þarf, og við viljum, varðveita líffræðilega fjölbreytni hafsins til framtíðar. Á alþjóðavettvangi er mikið rætt um þau miklu verðmæti sem skapa mætti  úr erfðaauðlindum hafdjúpanna, er þar talað m.a. um örverur og þarna gæti verið að finna efnivið í lyf framtíðarinnar sem hljómar sem fjarlægir framtíðardraumar. Íslenskur sjávarútvegur sýnir hér vilja til að taka af ábyrgð á friðun viðkvæmra hafsvæða og ég er stoltur af þeirri festu og framsýni sem sú afstaða felur í sér”

 

Ræða ráðherra

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta