Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Athugun eftirlitsnefndar á ársreikningum sveitarfélaga 2004

Í samræmi við ákvæði VI. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, og reglugerðar um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga nr. 374/2000, hefur eftirlitsnefndin yfirfarið ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2004 með hliðsjón af fjárhagsáætlun ársins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.

Fyrir nefndinni lágu ársreikningar 100 sveitarfélaga en ársreikningur Grímseyjarhrepps hefur ekki borist félagsmálaráðuneytinu og hafa framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélagsins verið stöðvuð, sbr. 4. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga. Nefndin bar niðurstöður ársreikninga saman við viðmið sem hún hefur sett sér m.a. varðandi rekstrarniðurstöðu, peningalega stöðu, eiginfjárhlutfall og þróun í fjármálum hvers sveitarfélags.

Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé ástæða til að gera sérstakar athugasemdir við niðurstöður ársreikninga 2004 hjá neinu sveitarfélagi. Nefndin mun þó áfram fylgjast með rekstrarlegum árangri þeirra tíu sveitarfélaga sem fengu aukaframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérstaks fjárhagsvanda, á grundvelli 3. gr. reglna nr. 1021 frá 16. desember 2004, í samræmi við ákvæði samninga milli nefndarinnar og viðkomandi sveitarstjórna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum