Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2005 Utanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland

Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland
Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland

Miðvikudaginn 23. nóvember sl. undirritaði Sveinn Björnsson, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi með aðsetur í Vín, samning við Ungverjaland fyrir hönd Íslands sem miðar að því að koma í veg fyrir tvísköttun milli landanna. Af hálfu Ungverjalands undirritaði samninginn dr. Albert Molnár, pólitískur ráðuneytisstjóri ungverska fjármálaráðuneytisins. Viðstaddir voru embættismenn úr utanríkis- og fjármálaráðuneyti Ungverjalands.

Samningurinn nær eingöngu til tekjuskatta. Helstu efnisatriði samningsins eru að afdráttarskattur af arði er 5% ef hann er greiddur til félags sem á a.m.k. 25% í félaginu en í öllum öðrum tilvikum er afdráttarskatturinn 10%. Afdráttarskattur af þóknunum sem greiddar eru vegna ýmissa höfundarverka o.fl. er 10%. Vexti skal einungis skattleggja í heimilisfestisríki móttakanda. Lífeyrisgreiðslur má eingöngu skattleggja í því ríki þar sem þær eru upprunnar.

Á næstu mánuðum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins í báðum samningsríkjum. Vonast er til að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2007.



Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland
Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta