Hoppa yfir valmynd
5. desember 2005 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna

Meintir ólöglegir fangaflutningar á vegum bandarískra stjórnvalda um íslenska lofthelgi og flugvelli voru til umræðu í dag á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fer með pólitísk málefni. Í umræðunum vísaði bandaríski ráðherrann til þess að yfirlýsingar væri að vænta í dag frá Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um fangaflutningana. Yfirlýsingin liggur nú fyrir og telur utanríkisráðherra að hún svari spurningum íslenskra stjórnvalda.

Utanríkisráðherra tók málið upp á fundi með Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var haldinn í tengslum við ráðherrafund ÖSE í Ljubliana í Slóveníu í dag. Fundurinn með Burns var haldinn að ósk Bandaríkjamanna til að ræða stöðuna í varnarviðræðum landanna. Aðallega var rætt um hvernig mætti koma samningaviðræðum af stað og verður áfram unnið að því.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta