Hoppa yfir valmynd
5. desember 2005 Innviðaráðuneytið

UT-dagurinn 24. janúar 2006

UT-dagurinn 24. janúar 2006
Tækifæri og möguleikar Íslendinga á sviði upplýsingatækni

Stjórnvöld, í samvinnu við upplýsingatækniiðnaðinn, standa fyrir sérstökum upplýsingatæknidegi þann 24. janúar nk undir nafninu UT-dagurinn. Upplýsingatæknin spilar stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga og eru Íslendingar framarlega á því sviði í alþjóðlegum könnunum. UT-deginum er ætlað að beina sjónum að þeim tækifærum og möguleikum sem við höfum á sviði upplýsingatækni. Markmið með honum er fjórþætt:

  • að auka þekkingu á möguleikum og tækifærum almennings til þess að nota Netið til að sækja opinbera þjónustu, mennta sig, versla og auðga líf sitt,
  • að kynna hvað opinberir aðilar eru að gera á sviði upplýsingasamfélagsins,
  • að vekja athygli á útkomu Íslendinga í alþjóðlegum könnunum og
  • að vekja athygli á upplýsingatækninni og upplýsingatækniiðnaðinum, umfangi hans og gildi fyrir samfélagið.

Ráðstefna verður haldin  á Nordica hóteli á UT-daginn. Dagskráin verður send út á vef ráðstefnunnar  og erindin verða aðgengileg á þeim vef eftir að ráðstefnu lýkur.  Megininntak ráðstefnunnar verður annars vegar að kynna þá rafrænu þjónustu sem er í boði og fjalla um þau áhrif/gildi sem upplýsingatæknin og upplýsingatækniiðnaðurinn hefur á samfélagið. Dagskráin verður  fjölbreytt og erindi koma m.a. frá ríki, sveitarfélögum og Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja.

Fyrirhugað er að virkja sem flesta aðila, sem með einum eða öðrum hætti vinna að innleiðingu upplýsingatækninnar í samfélagið, til þess að taka þátt í þessum degi.  Þátttakan getur verið með ýmsu móti t.d. erindi á ráðstefnu, grein í blað sem gefið verður út, útgáfu sérstaks kynningarefnis, frásögn/frétt af nýjungum í fjölmiðlum, auglýsingum/kynningu á vöru eða þjónustu eða öðru slíku.
 
UT-dagurinn er samstarfsverkefni forsætisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis, Samtaka fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaði og Póst- og fjarskiptastofnunar. Undirbúningsnefnd  sem skipuð er fulltrúum frá öllum þessum aðilum er starfandi.

Nánari upplýsingar gefa:

Ásgerður Edda Langworth, verkefnastjóri UT-dagsins
sími:  515-5210 [email protected]  

Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri forsætisráðuneyti
sími:  545-8470 [email protected]  

 

 

                                                                                                            Reykjavík 5. desember 2005



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta