Hoppa yfir valmynd
9. desember 2005 Matvælaráðuneytið

Ný skýrsla kynnt um Samkeppnishæfni sjávarútvegs

Fréttatilkynning

úr sjávarútvegsráðuneyti

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti í dag nýja skýrslu, Samkeppnishæfni sjávarútvegs.   

 

Í henni er gerður víðtækur samanburður á íslenskum og norskum sjávarútvegi, en Norðmenn eru ein helsta samkeppnisþjóð okkar á þessu sviði. Þótt Íslendingar fái örlítið hærri heildareinkunn í skýrslunni er munurinn ekki marktækur. Skýrsla eins og þessi hefur ekki verið gerð áður og á eflaust eftir að nýtast vel til að styrkja stöðuna í harðri alþjóðlegri samkeppni. Leiddir eru í ljós styrkleikar og veikleikar á fjölmörgum sviðum svo glöggt er hægt að greina hvar má gera betur. Enda er megintilgangurinn að átta sig á hvar sóknarfæri eru fyrir hendi og nýta þau til að skapa samkeppnisforskot á aðrar þjóðir.

 

Skýrslan byggir á sex meginþáttum og ítarlegum samanburði þeirra á milli þjóðanna tveggja. Liðirnir sex eru: Fiskveiðar, hagstjórn og almenn starfsskilyrði fyrirtækja, umhverfi og innviðir, fiskveiðar, fiskvinnsla og markaðssetning.

 

Íslendingar standa betur að vígi en Norðmenn í fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu og markaðassetningu. Jafnt er á komið í fiskveiðum og Norðmenn eru feti framar á tveimur sviðum, hagstjórn og aðbúnaði fyrirtækja. Það skýrist fyrst og fremst af háum flutningskostnaður afurða hér í samanburði við Noreg og sterkri stöðu íslensku krónunnar. Hvað fiskveiðistjórnunina snertir helgast hærri einkunn Íslendinga einkum af því að framsal aflaheimilda er mun frjálsara hér en í Noregi. Íslendingar eru duglegir að nýta nýjustu tækni og gott samstarf við íslenska framleiðendur tækja til fiskvinnslu hefur sitt að segja í fiskvinnslunni og í markaðsmálum hafa Íslendingar einfaldlega betri og verðmætari vöru fram að færa.

 

Á næsta ári bætast fleiri fiskveiðiþjóðir við Norður-Atlantshaf í hópinn. Með tíð og tíma á að verða til heilmikil vitneskja um samkeppnishæfni sjávarútvegs í alþjóðlegu samhengi og er ætlunin að gefa árlega út skýrslu sem þessa.

 

Verðlagsstofa skiptaverðs gerði skýrsluna í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Tromsö í Noregi. 

 

Ræða ráðherra

 

Skýrslan

 

 

 

 

9. desember 2005

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum