Hoppa yfir valmynd
13. desember 2005 Matvælaráðuneytið

Kristján Skarphéðinsson skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 32/2005

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Kristján Skarphéðinsson í embætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu frá og með 1. janúar nk. til fimm ára. Er þetta gert með vísan til 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Kristján Skarphéðinsson er 48 ára að aldri. Hann lauk lauk námi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1983 og stundaði framhaldsnám við Viðskiptaháskóla Noregs frá 1985 til 1987. Hann starfaði í sjávarútvegsráðuneyti frá árinu 1987, þar af sem skrifstofustjóri frá árinu 1997. Þó eru undanskilin árin 1993 til 1996 er hann var fiskimálafulltrúi við sendiráð Íslands í Brussel. Kristján hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu frá árinu 1999 og settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum frá 1. janúar 2003. Kristján er kvæntur Guðrúnu B. Einarsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn.

Reykjavík, 13. desember 2005.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum