Hoppa yfir valmynd
14. desember 2005 Forsætisráðuneytið

Einfaldara Ísland

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað starfshóp með fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að undirbúa aðgerðaráætlunina „Einfaldara Ísland." Meginmarkmið áætlunarinnar, sem kynnt var í stefnuræðu forsætisráðherra nú í haust, verður einföldun laga og reglna, ekki síst til þess að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Er starfshópnum ætlað að gera tillögur um hvernig best sé að standa að slíkri einföldun á meðan ábyrgð á því að hrinda áætluninni sjálfri í framkvæmd verður fyrst og fremst verkefni einstakra ráðuneyta.

Formaður starfshópsins er Páll Þórhallsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu. Aðrir í starfshópnum eru Anna Guðrún Björnsdóttir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Baldur Pétursson skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, Ingvi Már Pálsson lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Katrín Pétursdóttir framkvæmdastjóri Lýsis hf., Kristinn Hugason stjórnsýslufræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigríður A. Arnardóttir skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.

Starfshópnum er ætlað að skila tillögum fyrir mitt ár 2006. Starfshópurinn verður ólaunaður.

 

                                                                                               Reykjavík 14. desember 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta