Nýtt viðmót á vefjum ráðuneytisins
Vefir fjármálaráðuneytisins voru færðir í nýtt viðmót í dag.
Uppsetningin er liður í endurnýjun viðmóts allra ráðuneytisvefjanna. Eins verður skipt um viðmót á öðrum vefjum sem tengjast ráðuneytunum.
Nýja viðmótið
Nýja viðmótið þykir vera léttara og nútímalegra en það gamla. Hugsmiðjan hannaði viðmótið en Eplica, vefumsjónarkerfi ráðuneytanna, kemur einnig frá Hugsmiðjunni.
Uppsetningu forsíðu var um leið breytt til hagræðingar fyrir notendur vefsins. Þar er nú að finna þrjá flokka: fréttir, áhugavert efni og helstu rit. Auk þess verða á forsíðunni myndir sem teknar voru í haust af húsnæði ráðuneytisins.
Nýja viðmótinu fylgir ný virkni sem nýtist lesblindum. Hún er virkjuð með því að smella á A-ið í litaða kassanum við hliðina á leitarstrengnum.
Gamla viðmótið