Hoppa yfir valmynd
14. desember 2005 Dómsmálaráðuneytið

Umsóknir um embætti héraðsdómara

Hinn 9. desember sl., rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara sem mun eiga fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2006 að telja.

Fréttatilkynning
40/2005

Hinn 9. desember sl., rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara sem mun eiga fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2006 að telja. Umsækjendur eru fimm talsins en þeir eru:

Alma V. Sverrisdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík,
Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól,
Bergþóra Sigmundsdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík,
Pétur Dam Leifsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri,
Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur á lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Umsóknir ásamt gögnum verði nú sendar dómnefnd samkvæmt 4.mgr. 12.gr. laga um dómstóla sem fjallar um og lætur dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta