Vefur ráðuneytisins notendavænstur.
Síðastliðinn mánudag var kynnt úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga í skýrslu sem ber heitið ,,Hvað er spunnið í opinbera vefi ?'' Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Vefirnir voru metnir með tiliti til rafrænnar þjónustu og hvað varðar innihald, nytsemi og aðgengi. Innihald var metið út frá gátlista um grunnupplýsingar sem ættu að vera á vefnum, nytsemi var metin út frá atriðum sem talin eru gera vefinn notendavænan og aðgengi var metið út frá þörfum fatlaðra.
Vefur dóms-og kirkjumálaráðuneytisins fékk hæstan stigafjölda allra hvað nytsemi varðar, var með hæstu meðaleinkun vefja ráðuneytanna og næst hæstu meðaleinkunn allra mældra vefja.
Nytsemi 17,9 stig. Sæti 1 (af 240), hærra en hjá 99% þátttakenda.
Innihald 14,4 stig. Sæti 10 - 22 (af 240), hærra en hjá 93% þátttakenda.
Aðgengi 12,5 stig. Sæti 41 – 51 (af 240), hærra en hjá 81% þátttakenda.
Umfjöllun um skýrslunaá vef forsætisráðuneytisins, skýrslan og aðgangur að samanburðarvef .