Hoppa yfir valmynd
15. desember 2005 Utanríkisráðuneytið

Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA og Suður-Kóreu

Geir H. Haarde utanríkisráðherra undirritar fríverslunarsamninginn
Geir H. Haarde utanríkisráðherra undirritar fríverslunarsamninginn

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

 

Nr. 037
 

Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram í Hong Kong þar sem ráðherrarnir sitja nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Fríverslunarsamningurinn er víðtækur og nær til vöru- og þjónustuviðskipta, samkeppnismála, hugverkaréttinda og opinberra innkaupa. Einnig inniheldur hann ákvæði um lausn ágreiningsmála milli aðila. Samningurinn kveður á um fulla fríverslun með almennar framleiðsluvörur og leiðir til niðurfellingar tolla af flestum mikilvægustu útflutningsvörum Íslands á þessu markaðssvæði. Í fáeinum tilvikum reyndist nauðsynlegt að kveða á um nokkurn aðlögunartíma vegna tollalækkana ellegar að kveða á um endurskoðun að tilteknum tíma liðnum. Þess er vænst að samningurinn geti leitt til 20-25% aukningar á viðskiptum milli EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Suður Kórea er þriðja stærsta hagkerfið í Asíu og árið 2004 námu viðskipti Suður Kóreu og EFTA um 2,7 milljörðum bandaríkjadala.

Í tengslum við gerð fríverslunarsamningsins var samið tvíhliða um viðskipti með landbúnaðarvörur auk þess sem Ísland, Sviss og Liechtenstein gerðu sameiginlegan fjárfestingarsamning við Suður Kóreu.

Fréttatilkynning EFTA (PDF 574 KB)

Frá undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA og Suður-Kóreu



 

 

 

 

 



Frá undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA
og Suður-Kóreu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta