Hoppa yfir valmynd
16. desember 2005 Dómsmálaráðuneytið

Nýtt viðmót á vef ráðuneytisins

Nýtt viðmót vefsins
Nýtt viðmót vefsins

Vefir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins voru færðir í nýtt viðmót í dag.

Uppsetningin er liður í endurnýjun viðmóts allra ráðuneytisvefjanna. Eins verður skipt um viðmót á öðrum vefjum sem tengjast ráðuneytunum.


Nýja viðmótið

Nýja viðmótið þykir vera léttara og nútímalegra en það gamla. Hugsmiðjan hannaði viðmótið en Eplica, vefumsjónarkerfi ráðuneytanna, kemur einnig frá Hugsmiðjunni.

Uppsetningu forsíðu var um leið breytt til hagræðingar fyrir notendur vefsins. Hægra hliðarval hefur verið fært fyrir ofan meginefni (undirstrikað með rauðu á myndinni að ofan). Einnig er listi yfir helstu verkefni uppfærður og reynt að skýra betur hvað liggur á bak við hvern tengil.

Nýja viðmótinu fylgir ný virkni sem nýtist lesblindum. Hún er virkjuð með því að smella á A-ið í litaða kassanum við hliðina á leitarstrengnum.

Gamla viðmót vefsinsGamla viðmótið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta