Friðland í Guðlaugstungum
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað auglýsingu um friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna (Ásgeirstungna) norðan Langjökuls og Hofsjökuls. Friðlýsingin er í samræmi við náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004-2008 sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og hún er gerð að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands með samþykki sveitarfélagsins Bólstaðarhlíðarhrepps. Friðlýsingin er sú fyrsta af þeim fjórtán sem tilteknar eru í náttúruverndaráætluninni og er því merkilegur áfangi í náttúruvernd hér á landi.
Markmiðið með friðlýsingu Guðlaugstungna, Svörtutungna og Álfgeirstungna sem friðlands er að vernda víðfeðmt og gróskumikið votlendi og eitt stærsta og fjölbreyttasta rústasvæði landsins. Svæðið er mikilvægt varp- og beitiland heiðagæsar og hefur því alþjóðlegt náttúruverndargildi. Svæðið sem um ræðir er um 400 ferkílómetrar að stærð.
AUGLÝSING um friðland í Guðlaugstungum
Stórt kort af friðlandinu í Guðlaugtungum
Fréttatilkynning nr. 35
Umhverfisráðuneytið