Nýtt starf upplýsingafulltrúa
Samgönguráðuneytið auglýsir laust til umsóknar nýtt starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
Samgönguráðuneytið auglýsir laust til umsóknar nýtt starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
Um er að ræða fullt starf.
Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með starfsreynslu úr fjölmiðlun og færni í tölvunotkun og textagerð. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli eru nauðsynlegir kostir ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.
Í starfinu felst umsjón með heimasíðu ráðuneytisins, ritstjórn og útgáfa vefrits og annars efnis, ræðuskrif og fleira þess háttar.
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Gunnarsdóttir skrifstofustjóri ráðherraskrifstofu.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil, merktar upplýsingafulltrúi, sendist samgönguráðuneyti, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík ([email protected])
Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2006.