Reynsla og viðhorf flóttamanna á Íslandi
Ísland hefur tekið á móti flóttafólki í skipulögðum hópum allt frá árinu 1956, samtals 451 einstaklingi. Á árunum 1956 og 1991 komu alls sex hópar en frá árinu 1996 hafa komið hópar árvisst að undanskildum árunum 2002 og 2004. Á árinu 2004 fékk þáverandi flóttamannaráð Félagsvísindastofnun HÍ til að gera könnun á því hvernig tekist hafi til með móttöku flóttamanna hér á landi. Rannsóknin er tvískipt: Spurningalistar voru sendir heim til allra sem komið höfðu sem flóttamenn til Íslands og voru 13 ára og eldri og sérstakur spurningalisti var útbúinn fyrir börn á aldrinum 13 til 18 ára. Enn fremur voru tekin viðtöl við 15 fjölskyldur sem komu hingað til lands eftir 1979. Þannig má segja að um tvær skýrslur sé að ræða, annars vegar niðurstöður spurningakönnunar og hins vegar niðurstöður viðtala við fjölskyldur.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig flóttafólki hefur tekist að aðlagast lífinu á Íslandi og fá fram viðhorf þeirra til íslensks samfélags. Leitað er eftir mati á eigin líðan hér á landi, mati á þjónustu sem þeim hefur boðist og mati á þörf fyrir aðra eða aukna þjónustu. Ennfremur voru lífsgæði þeirra hér á landi könnuð og lífsgæði í heimalandi áður en þau fluttust til Íslands.
- Reynsla og viðhorf flóttamanna á Íslandi (PDF - 1,5 Mb.)
- Reynsla og viðhorf flóttamanna á Íslandi (PDF - Svarthvít fyrir prentun, 1,5 Mb.)