Hoppa yfir valmynd
30. desember 2005 Innviðaráðuneytið

Drög til umsagnar

Samgönguráðuneytið óskar umsagna hagsmunaaðila og almennings vegna endurskoðunar á framtíðarskipan flugmála.

Frá árinu 2004 hefur farið fram endurskoðun á framtíðarskipan flugmála á Íslandi. Markmiðið er að bæta framkvæmd flugöryggismála, stjórnsýslu og þjónustu og stuðla að aukinni hagkvæmni í flugrekstri í samræmi við alþjóðlegar kröfur og þær breytingar sem orðið hafa á þessu í nágrannalöndum. Samgönguráðherra skipaði stýrihóp til starfans og fól honum meðal annars að skilgreina hvaða rekstrarform hentar fyrir þá starfsemi Flugmálastjórnar sem lýtur að rekstri og þjónustu við flugið.

Hópurinn lagði til að þjónusta og rekstur yrðu aðskilin frá stjórnsýslu og eftirliti, með breyttu rekstrarformi. Stofnunin yrði gerð að B-hluta stofnun og stofnað yrði hlutafélag um þjónustustarfsemina. Sjá skýrslu stýrihópsins: http://www.samgönguraduneyti.is/media/innanrikisraduneyti-media/media/Skyrsla/Skyrsla_styrihops_um_framtidarskipan_flugmala,_mars05.pdf

Samgönguráðherra ákvað að fara að tillögum stýrihópsins og skipaði umbreytingahóp í ágúst síðastliðnum og fól honum meðal annars að kanna fjárhagslegar afleiðingar breytinganna og áhrif á starfsmannamál og gera tillögur að laga-, reglu- og skipulagsbreytingum. Áætlað er að breytingarnar verði komnar til framkvæmda eigi síðar en í ársbyrjun 2007.

Í viðhengi eru tillögur umbreytingahópsins, með minniháttar breytingum ráðuneytisins

  • Drög að frumvarpi til laga um Flugmálastjórn Íslands (WORD-57KB)
  • Drög að frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands (WORD-58KB)

Umsagnir óskast sendar á tölvupóstfang ráðuneytisins [email protected] eða til Samgönguráðuneytis, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík.

Umsagnarfrestur er til 15. janúar 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta