Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu
Frétt úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Fjármálaráðuneytið ákveður staðgreiðsluhlutfall hvers árs, en það er samtala tekjuskatts og útsvars.
Hlutfall tekjuskatts lækkar um þessi áramót um eitt prósentustig, úr 24,75% í 23,75%, og meðalútsvarið úr 12,98% í 12,97%. Á árinu 2006 verður hlutfallið 36,72% samanborið við 37,73% á þessu ári og 38,58% árið 2004.
Í þessu samhengi er vert að benda á að þar sem tekjuskattur einstaklinga lækkar um önnur tvö prósentustig árið 2007, í 21,75%, lækkar tekjuskattshlutfallið í heild um 16% árin 2004 til 2007.
Á árinu 2006 verður persónuafsláttur 29.029 krónur á mánuði sem þýðir að skattleysismörk einstaklings verða 79.055 krónur á mánuði, en þau voru 71.270 krónur árið 2004, sem er um 11% hækkun á tveimur árum.