Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrirframgreiðsla þinggjalda á árinu 2006

Frétt úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nú liggur fyrir ákvörðun um fyrirframgreiðslu þinggjalda upp í álagningu ársins 2006. Afnám eignarskatts leiðir til þess að eðli og umfang fyrirframgreiðslu bæði einstaklinga og lögaðila breytist til mikilla muna.

Að því er varðar lögaðila nær fyrirframgreiðslan til tekjuskatts og iðnaðarmálagjalds. Fram að álagningu á næsta ári ber lögaðilum að greiða mánaðarlega 8,5% af álagningu umræddra gjalda á yfirstandandi ári.

Niðurfelling eignarskatts mun hafa veruleg áhrif á fyrirframgreiðslu einstaklinga, en á þessu ári var eignarskattur lagður á liðlega 75 þúsund einstaklinga, samtals um 2,8 milljarðar króna. Hefðbundin tilkynning skattyfirvalda í upphafi árs um fyrirframgreiðslu eignarskatts, jafnt til greiðenda og atvinnurekenda sem dregið hafa hana frá greiddum launum, verður því ekki send út í upphafi árs. Við það mun sparast skriffinnska og utanumhald, auk hagsbótanna fyrir greiðandann.

Eitt gjald verður þó áfram innheimt fyrirfram á hefðbundinn hátt hjá einstaklingum í sjálfstæðum iðnrekstri, eða iðnaðarmálagjald, en gjaldendur þess eru kringum 5.000, til viðbótar um 5.500 lögaðilum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta