Afhending trúnaðarbréfs
Í dag, fimmtudaginn 12. janúar, afhenti Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, Alois, erfðaprinsinum af Liechtenstein, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Liechtenstein með aðsetur í Brussel. Sendiherra og erfðaprinsinn ræddu m.a. almennt um samskipti Íslands og Liechtenstein, um stöðu samstarfs þjóðanna innan EES og um samningaviðræðurnar á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Þá átti sendiherra fund með Otmar Hasler, forsætisráðherra, og Rita Kieber-Beck, ráðherra utanríkismála, þar sem þessi mál voru ennfremur rædd.