Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfshópur til að kanna sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kanna fýsileika þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands.

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kanna fýsileika þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Ákvörðun þessi er tekin að höfðu samráði við rektora beggja skóla. Í starfshópnum eiga sæti Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, sem leiðir starf hans, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Ólafur Proppé, rektor KHÍ, Börkur Hansen, prófessor við KHÍ, Ólafur Harðarson, forseti félagsvísindadeildar HÍ, Guðmundur Ragnarsson, framkvæmdastjóri KHÍ, og Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri við HÍ.

Starfshópunum er ætlað að skila niðurstöðu sinni fyrir lok febrúarmánaðar 2006.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta