Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Val á ríkisstofnun til fyrirmyndar

Frétt úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Hafinn er undirbúningur að vali á ríkisstofnun sem skarar fram úr og er til fyrirmyndar í starfi sínu, en fjármálaráðherra mun í vor í sjötta sinn veita slíka viðurkenningu.

Kvennaskólinn í Reykjavík hlaut viðurkenninguna árið 1996 er hún var veitt í fyrsta sinn, árið 1998 hlaut Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi viðurkenninguna, árið 2000 fékk Landgræðsla ríkisins hana, Orkustofnun árið 2002 og ÁTVR 2004. Ráðgert er jafnframt að veita einni stofnun hvatningarverðlaun en slík verðlaun hlaut Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Akranesi árið 2004.

Við mat á stofnunum verður fyrst og fremst horft á stjórnun þeirra. Skoðað verður að hverju er stefnt (markmið, hlutverk o.fl.), hvaða stjórnunaraðferðir eru notaðar (ferlar, starfsmannamál, fjármálastjórn o.fl.), hvernig stjórnendur og starfsmenn geta vitað að aðferðirnar skili árangri og stefnumörkunin sé rétt (endurgjöf frá notendum og starfsmönnum, gæðamat o.fl.) og loks verður skoðað hvaða aðferðir stofnanir nota til að þróast og bæta árangur sinn í síbreytilegu umhverfi (stefnumótandi vinna, geta og vilji til þess að breyta o.fl.) Stofnanir með rekstrarhalla koma ekki til álita nema sýnt sé fram á að ástæðan hafi verið ófyrirsjáanleg og utan valdsviðs stjórnenda hennar.

Verðlaunin verða veitt í maí nk. Fjármálaráðuneytið ráðgerir að halda ráðstefnu um stjórnun ríkisstofnana í kjölfarið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta