Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2006 Matvælaráðuneytið

Íslensk matarkynning í Berlín 9. - 31. janúar

Sendiráð Íslands í Berlín efnir til matarkynningar frá 9. - 31. janúar í tengslum við Grænu vikuna, eina stærstu matvælasýningu heims sem haldin er árlega í Berlín. Á íslensku matarkynningunni verður kynnt íslenskt sjávarfang, bleikja, lambakjöt, skyr og skyrtertur, ostar og ostakökur, konfekt og vatn. Í síðustu viku, 9. - 13. janúar, var íslensk vika í matsal norrænu sendiráðanna. Þar framreiddi Friðrik Sigurðsson meistarakokkur utanríkisráðuneytisins íslenska rétti við góðan orðstír og með fulltyngi Kenneth Gjerrud norsks matreiðslumeistara matsalarins. Fimmtudaginn 12. janúar hófust íslenskar vikur á veitingastaðnum Sachs í Berlín. Árni Siemsen, íslenskur veitingastjóri Sachs, hefur yfirumsjón með matarkynningunni sem stendur til 31. janúar. Boðið var til opnunarmóttöku á fimmtudaginn þar sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra flutti ávarp. Annað árið í röð er Ísland heiðursland á upplýsinga- og kynningarbás um sjávarútveg og sjávarfang á Grænu vikunni. Ísland verður í öndvegi 16. og 17. janúar. Árni Siemsen og starfsfólk hans á Sachs sér um kynningu og matreiðslu í básnum. Icelandic Germany og Icelandic Seafood útvega sjávarfang til kynningarinnar

Ávarp ráðherra

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta