Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum kjörinn varaforseti ECOSOC
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, var í dag kjörinn varaforseti efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC). Ísland situr nú í ráðinu tímabilið 2005-2007. Það kom í hlut Afríkuríkja að velja forseta ráðsins í ár, fastafulltrúa Túnis í New York. Varaforsetarnir eru fjórir, frá Íslandi, fyrir hönd vesturlanda, frá Sri Lanka, fyrir hönd Asíu, frá Litháen, fyrir hönd Austur-Evrópu og frá Haítí, fyrir hönd rómönsku Ameríku.