Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2006 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Bretlands

Geir H Haarde og Jack Straw.
Geir H Haarde og Jack Straw.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________

Nr. 001

Utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, átti í dag tvíhliða fund með Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Fundurinn fór fram á skrifstofu Straw í breska utanríkisráðuneytinu.

Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti ríkjanna og voru sammála um að þau væru til fyrirmyndar, bæði hvað varðar viðskipti og stjórnmál sem og á öðrum sviðum. Jack Straw lýsti ánægju Breta með auknar fjárfestingar Íslendinga á Bretlandi og hin miklu viðskipti milli landanna. Ráðherrarnir ræddu ennfremur stöðu mála hvað varðar Hatton-Rockall svæðið og töldu báðir að það mál væri í réttum farvegi.

Einnig fóru ráðherrarnir yfir stöðu helstu mála á alþjóðavettvangi, s.s. málefni Írans og ástandið í Írak og Mið-Austurlöndum. Einnig ræddu þeir horfurnar í Afganistan og fyrirhugaða alþjóðaráðstefnu sem Bretar skipuleggja í lok mánaðarins um framtíð mála þar, en Geir H. Haarde mun sækja hana fyrir Íslands hönd. Staða og framtíð Evrópusambandsins voru einnig til umræðu.

Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fund með William Hague, talsmanni breska Íhaldsflokksins í utanríkismálum.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. janúar 2006.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta