Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2006 Utanríkisráðuneytið

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundar með William Hague

Geir H. Haarde og William Hague.
Geir H. Haarde og William Hague

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundaði í dag með William Hague, þingmanni og talsmanni breska Íhaldsflokksins í utanríkismálum. Fundurinn var haldinn á skrifstofu þingmannsins í London.

Á fundinum ræddu þeir m.a. samskipti Íslands og Bretlands og ýmis alþjóðamál og greindi Hague ráðherranum frá mikilvægum atriðum í stefnu Íhaldsflokkisns í utanríkismálum. Utanríkisráðherra og William Hague fóru einnig almennt yfir stöðu Íhaldsflokksins í breskum stjórnmálum og ræddu framtíðarstefnu hans og möguleika undir nýrri forystu.

Í kvöld mun utanríkisráðherra opna sýninguna "Pure Iceland" í Vísindasafninu í London og á morgun flytur hann ræðu á hádegisverðarfundi Bresk-Íslenska viðskiptaráðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta