Íþróttasjóður 2006
Úthlutað hefur verið úr Íþróttasjóði. Hann starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breyting á þeirri reglugerð.
Íþróttasjóður starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 188/1999 og reglugerð nr. 388/2001 um breyting á þeirri reglugerð. Íþróttasjóður veitir framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
- Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
- Íþróttarannsókna.
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.
Umsóknarfrestur um styrki úr Íþróttasjóði vegna verkefna á árinu 2006 rann út 1. október 2005.
Alls bárust 114 umsóknir um styrki úr Íþróttasjóði og í fjárlögum ársins 2006 eru Íþróttasjóði ætlaðar 18,3 milljónir króna. Íþróttanefnd metur umsóknir og gerir tillögu til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum.
Menntamálaráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur Íþróttanefndar um styrkveitingar, alls að upphæð kr. 17.920.000 til 73 verkefna.
Þeir sem hlutu styrki vegna verkefna sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar:
Nafn umsækjanda | Verkefni | Styrkur |
---|---|---|
Íþróttafélagið Fylkir, fimleikadeild | Kaup á áhöldum til fimleikaiðkunar | 300.000 |
Íþróttafélag Reykjavíkur, frjálsíþróttadeild | Kaup á áhöldum fyrir kastgreinar | 200.000 |
Hjólreiðafélag Reykjavíkur | Kaup á reiðhjólum og afmæli | 400.000 |
Skautafélag Reykjavíkur, íshokkídeild | Kaup á skautasettum fyrir byrjendur | 300.000 |
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík | Kaup á áhöldum, bogfimiskífum, bocciasetti, borðtennisborði og hástökkdýnu | 200.000 |
Íþróttafélag Reykjavíkur | Kaup á dýnu til íþróttaiðkana | 250.000 |
Íþróttafélag Reykjavíkur, taekvondódeild | Kaup á áhöldum, öryggisbúnaði og plötum | 150.000 |
Klifurfélag Reykjavíkur | Endurnýjun á klifurvegg og útgáfa fræðsluefnis | 250.000 |
Glímufélagið Ármann - lyftingardeild | Kaup á keppnislóðasetti og keppnispalli | 200.000 |
Knattspyrnufélagið Víkingur - tennisdeild | Kaup á áhöldum, kastvél og grindum | 200.000 |
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey | Kaup á tveggja manna kænum | 350.000 |
Sundfélagið Ægir | Kaup á æfingaboltum og æfingadýnum | 100.000 |
Sundfélagið Ægir | Kaup á sundfitum og kútum fyrir yngstu iðkendur félagsins | 200.000 |
Sundráð Reykjavíkur | Kaup á æfingabúnaði fyrir sundknattleik | 150.000 |
Umf. Fjölnir | Kaup á setti af litlum mörkum | 150.000 |
Hnefaleikanefnd ÍSÍ | Kaup á færanlegum hnefaleikahring vegna mótahalds | 200.000 |
Golfklúbburinn Bakkakot | Kaup á sérhæfðri sláttuvél og palltraktor | 150.000 |
Kayakklúbburinn | Kaup á tveggja manna kænum | 350.000 |
Siglingaklúbburinn Þytur | Kaup á tveggja manna kænum | 350.000 |
Umf. Breiðablik - skíðadeild | Kaup á tækjum og búnaði fyrir 8 ára og yngri | 200.000 |
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar | Kaup á brautarvél | 250.000 |
Fimleikafélag Akranes | Kaup á áhöldum, s.s. stökkdýnum | 300.000 |
Golfklúbbur Borgarness | Kaup á brautarslátturvél | 250.000 |
Golfklúbburinn Leynir | Kaup á ljóskösturum vegna æfinga fyrir börn og unglinga | 250.000 |
Golfklúbburinn Mostri | Kaup á brautarslátturvél | 250.000 |
Sæfari - félag áhugamanna um sjósport á Ísafirði | Kaup á tveggja manna kænu | 350.000 |
Hestamannafélagið Glaður | Vegna stjórnstöðvarhúss | 300.000 |
Ungmennafélag Bolungavíkur | Kaup á áhöldum fyrir deildir félagsins | 300.000 |
Golfklúbburinn Ós | Kaup á brautarslátturvél | 200.000 |
Ungmennafélagið Kormákur | Uppbygging á æfingasvæði | 250.000 |
Golfklúbbur Húsavíkur | Kaup á brautarslátturvél | 250.000 |
Golfklúbbur Ólafsfjarðar | Kaup á flatarsláttuvél | 250.000 |
Nökkvi félaga sigling | Kaup á tveggja manna kænu | 350.000 |
Golfklúbbur Siglufjarðar | Kaup á teigasláttuvél og sláttuorfi | 250.000 |
Skíðafélag Dalvíkur | Kaup á tækjabúnaði til snjóframleiðslu | 250.000 |
Umf. Selfoss - frjálsíþróttadeild | Uppbygging innanhússaðstöðu fyrir stökkgreinar | 250.000 |
Umf. Selfoss | Kaup á áhöldum til æfinga og keppni í stangarstökki innanhúss. | 450.000 |
Frjálsíþróttaráð HSK | Kaup á rafmagnstímatökutækjum | 450.000 |
Golfklúbbur Þorlákshafnar | Kaup á sláttuvél | 250.000 |
Golfklúbbur Öndverðarness | Kaup á brautarsláttuvél | 250.000 |
Íþróttafélag Dímon | Kaup á borðtennisborði, stigatöflu, ofl. | 100.000 |
UMF. Biskstungna - íþróttadeild | Kaup á trampolíni | 200.000 |
Golfklúbbur Hveragerðis | Kaup á sláttuvél | 250.000 |
Hestamannafélagið Sindri | Vegna dómpallar og dómaraskýlis | 200.000 |
Umf. Þór - fimleikadeild | Kaup á áhöldum til fimleikaiðkunar | 300.000 |
Golfklúbbur Seyðisfjarðar | Kaup á sláttuvél | 250.000 |
Samtals | 11.650.000 |
Þeir sem hlutu styrk vegna íþróttarannsókna eða útbreiðslu- og fræðsluverkefna:
Nafn umsækjanda | Verkefni | Styrkur |
---|---|---|
Fríða Rún Þórðardóttir | Könnun á íþróttaiðkun þar sem lögð er áhersla á ástæður brottfalls | 200.000 |
Hafþór B. Guðmundsson | Rannsókn á breytingum á kennsluaðferðum við skólasundkennslu á Íslandi | 300.000 |
Hannes Hrafnkelsson | Rannsókn á hvort sértækar aðgerðir í grunnskólum geti stuðlað að hollari lífsháttum o.s.frv. | 500.000 |
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands | Útgáfa tölfræðirits sem unnið er úr starfsskýrslum sem íþróttafélög á Íslandi skila til ÍSÍ ár hvert | 200.000 |
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands | Könnun á hreyfimynstri 50 ára og eldri, s.s. brottfall, félagsleg tengsl o.fl. | 200.000 |
Kári Jónsson | Rannsókn á holdafari, líkamsástandi og hreyfingu 19 ára framhaldsnemenda á Íslandi | 500.000 |
Knattspyrnufélagið Þróttur - blakdeild | Uppbygging og útbreiðsla á krakkablaki | 200.000 |
Golfklúbbur Reykjavíkur | Kynning á golfi í 4. - 7. bekk grunnskóla | 200.000 |
Hestamannafélagið Fákur | Knapamerkjanámskeið | 200.000 |
Knattspyrnufélagið Þróttur | Kynningar og útbreiðsla á krulluíþróttinni | 200.000 |
Skautafélag Reykjavíkur | Uppbyggingu skautaskóla, nýsköpun og efling skautaíþróttar fyrir börn og unglinga | 200.000 |
Sundfélagið Ægir | Kynning og útbreiðsla á sundfimi | 120.000 |
Knattspyrnufélagið Víkingur - tennisdeild | Kynning á tennisíþróttinni í grunnskólum | 300.000 |
Knattspyrnufélagið Víkingur | Gerð könnunar á íþróttaiðkun | 150.000 |
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands | Íþróttalæknisfræðiráðstefna 2006 | 200.000 |
Íþróttasamband Fatlaðra | Útgáfa á bæklingi „íþróttir fyrir alla“ þar sem markmið er að ná til foreldra fatlaðra barna og unglinga | 200.000 |
Siglingasamband Íslands | Þýðing og útgáfa fræðsluefnis um siglingar | 300.000 |
Skotíþróttasamband Íslands | Átak í unglingastarfi skothreyfingarinnar | 250.000 |
KHÍ - Íþróttafræðasetur | Útiskóli - stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga í grunnskólum | 200.000 |
Torfi H. Leifsson | Úrslita- og einkunnakerfi fyrir hlaup.is | 300.000 |
Janus Guðlaugsson | Útgáfa á meistararannsókn á líkams- og heilsurækt eldri aldurshópa | 100.000 |
Andrés Guðmundsson | Þróun og hönnun keppni um „skólahreysti" fyrir grunnskóla sem og þróun „fitness“ þrautabrautar fyrir börn og unglinga | 200.000 |
Golfskóli | Útgáfa á golfreglum | 250.000 |
Dansíþróttafélag Kópavogs | Útbreiðsla og fræðsla um dansíþróttina | 150.000 |
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar | Útbreiðsla fræðsluverkefnis sem miðar að því að gera heilsuvernd og forvarnarvinnu að sameiginlegu átaki fjölskyldunnar. | 100.000 |
Golfklúbburinn Kjölur | Átaksverkefni til að hvetja stúlkur til þátttöku í golfíþróttinni | 150.000 |
Golfklúbbur Patreksfjarðar | Átaksverkefni til að auka þátttöku barna og unglinga í golfíþróttinni | 200.000 |
Sæfari félag áhugamanna um sjósport á Ísafirði | Siglinganámskeið fyrir börn og unglinga | 200.000 |
Samtals | 6.270.000 |