Ráðherra heiðrar minningu Gríms Thomsens og Sveins Björnssonar
Utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, heiðraði nýlega minningu fyrsta íslenska stjórnarerindrekans, Gríms Thomsens, sem þjónaði dönsku utanríkisþjónustunni á sínum tíma og fyrsta íslenska sendiherrans, Sveins Björnssonar, með því að nefna fundarherbergi utanríkisráðuneytisins eftir þeim. Fundarherbergi á fyrstu hæð ráðuneytisins heitir nú Grímsstofa og fundarherbergi á 2. hæð heitir Sveinsstofa og eru myndir af þeim í herbergjunum. Einnig voru önnur fundarherbergi á 2. hæð nefnd Garður nyrðri og Garður syðri.