Sameiningarkosningar 28. janúar
Næstkomandi laugardag fer fram atkvæðagreiðsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag. Ef sameiningin verður samþykkt verður til um 2.300 manna sveitarfélag, en íbúar beggja sveitarfélaga samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð þann 8. október 2005.
Síðastliðinn laugardag samþykktu íbúar fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum sameiningu sveitarfélaganna sem mun taka gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 27. maí næstkomandi. Samþykki íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sameiningu næstkomandi laugardag verða sveitarfélögin í landinu 85 við næstu sveitarstjórnarkosningar. Við upphaf núverandi kjörtímabils sveitarstjórna voru sveitarfélögin 105.
Nánari upplýsingar:
www.siglo.is
www.olafsfjordur.is