Starfshópur um nýja framhaldsskóla
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að yfirfara og meta fýsileika þeirra kosta sem til staðar eru varðandi byggingu nýrra framhaldsskóla.
Starfshópurinn mun skoða sérstaklega kosti á höfuðborgarsvæðinu og við utanverðan Eyjafjörð.
Starfshópinn skipa; Aðalsteinn Eiríksson, Jón Þór Ragnars, Þórir Ólafsson og Arnór Guðmundsson.
Stefnt er að því að hópurinn skili greinargerð til ráðherra fyrir 1. maí næstkomandi.