Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skattar hafa lækkað frá 1994

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 2/2006

Í ljósi umræðu að undanförnu hefur fjármálaráðuneytið reiknað út nokkur samanburðardæmi á tekjuskattgreiðslum einstaklinga sem búa við ólík launakjör og fjölskylduaðstæður.

Í stuttu máli kemur það skýrt fram að skattar hafa lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi árið 2007. Þá hefur mikil umræða átt sér stað um skattleysismörkin þar sem því er haldið fram að þau hafi lækkað. Eins og fram kemur í dæmunum hér að neðan þá eru skattleysismörkin á sama verðlagi nánast þau sömu og þau voru árið 1994 og munu verða talsvert hærri árið 2007.

Í þessum dæmum er reiknað með tekjuskatti til ríkisins og útsvari til sveitarfélaga að teknu tilliti til barnabóta en ekki vaxtabóta. Ekki er tekin með eignarskattur (aflagður) né fjármagnstekjuskattur (var ekki til sem slíkur 1994). Í dæmunum kemur fram heildarskattur sem hlutfall af launum og ráðstöfunartekjur miðað við reglur viðmiðunarára (1994, 2006 og 2007).


Dæmi 1

Einstætt foreldri með 2 börn undir 7 ára aldri

Mánaðarlaun krónur: 120.000 240.000 360.000
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 -15,5% 23,0% 31,4%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 -26,0% 8,0% 19,3%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 -30,8% 4,1% 15,8%


Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 138.600 184.800 246.960
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 151.200 220.800 290.520
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 156.960 230.160 303.120


Dæmi 2
Hjón með 2 börn undir 7 ára aldri, annað á vinnumarkaði

Mánaðarlaun krónur: 120.000 240.000 360.000
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 -3,4% 22,5% 31,1%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 -29,0% -1,3% 13,2%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 -29,0% -4,8% 9,8%

 

Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 124.080 186.000 248.040
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 154.800 243.120 312.480
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 154.800 251.520 324.720


Dæmi 3
Hjón með 2 börn undir 7 ára aldri, bæði á vinnumarkaði

Mánaðarlaun krónur: 120.000 240.000 360.000
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 -6,6% 21,9% 28,5%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 -29,0% -1,3% 13,2%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 -29,0% -4,8% 9,8%

 

Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 127.920 187.440 257.400
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 154.800 243.120 312.480
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 154.800 251.520 324.720


Dæmi 4
Einstaklingur

Mánaðarlaun krónur: 120.000 240.000 360.000
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 21,9% 31,9% 35,2%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 11,1% 23,2% 27,2%
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 8,6% 21,0% 25,1%

 

Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 93.720 163.440 233.280
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 106.680 184.320 262.080
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 109.680 189.600 269.640


Dæmi 5
Hjón með tvö börn undir 7 ára aldri og annað hjóna á vinnumarkaði

Laun eru uppfærð mv. launavísitölu (þ.e. sambærileg laun með 13 ára millibili).

  1994 2007
Mánaðarlaun, kr. 175.000 250.000
Heildarskatthlutfall 10,8% -1,8%


Dæmi 6
Skattleysismörk einstaklings á verðlagi 1. janúar 2006

  Skattleysismörk, 4% skyldu lífeyrisgr. Skattleysismörk, 8% lífeyrisgr.
1994 83.858 83.858
2006 81.075 84.600
2007 84.302 87.968

Í ofangreindu dæmi er horft til þess hvert frítekjumarkið er þegar skattalækkanirnar sem ákveðnar hafa verið eru komnar til framkvæmda. Tekið er tillit til þess hvaða áhrif frádráttarbærar lífeyrisgreiðslur hafa á skattleysismörkin. Iðgjald í lífeyrissjóð (allt að 8%) er frádráttarbært frá tekjum árin 2006 og 2007 en var það ekki árið 1994. Það hækkar skattleysismörkin.

Fjármálaráðuneytinu, 27. janúar 2006

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta