Skattar hafa lækkað frá 1994
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 2/2006
Í ljósi umræðu að undanförnu hefur fjármálaráðuneytið reiknað út nokkur samanburðardæmi á tekjuskattgreiðslum einstaklinga sem búa við ólík launakjör og fjölskylduaðstæður.
Í stuttu máli kemur það skýrt fram að skattar hafa lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi árið 2007. Þá hefur mikil umræða átt sér stað um skattleysismörkin þar sem því er haldið fram að þau hafi lækkað. Eins og fram kemur í dæmunum hér að neðan þá eru skattleysismörkin á sama verðlagi nánast þau sömu og þau voru árið 1994 og munu verða talsvert hærri árið 2007.
Í þessum dæmum er reiknað með tekjuskatti til ríkisins og útsvari til sveitarfélaga að teknu tilliti til barnabóta en ekki vaxtabóta. Ekki er tekin með eignarskattur (aflagður) né fjármagnstekjuskattur (var ekki til sem slíkur 1994). Í dæmunum kemur fram heildarskattur sem hlutfall af launum og ráðstöfunartekjur miðað við reglur viðmiðunarára (1994, 2006 og 2007).
Dæmi 1
Einstætt foreldri með 2 börn undir 7 ára aldri
Mánaðarlaun krónur: | 120.000 | 240.000 | 360.000 |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 | -15,5% | 23,0% | 31,4% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 | -26,0% | 8,0% | 19,3% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 | -30,8% | 4,1% | 15,8% |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 | 138.600 | 184.800 | 246.960 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 | 151.200 | 220.800 | 290.520 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 | 156.960 | 230.160 | 303.120 |
Dæmi 2
Hjón með 2 börn undir 7 ára aldri, annað á vinnumarkaði
Mánaðarlaun krónur: | 120.000 | 240.000 | 360.000 |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 | -3,4% | 22,5% | 31,1% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 | -29,0% | -1,3% | 13,2% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 | -29,0% | -4,8% | 9,8% |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 | 124.080 | 186.000 | 248.040 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 | 154.800 | 243.120 | 312.480 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 | 154.800 | 251.520 | 324.720 |
Dæmi 3
Hjón með 2 börn undir 7 ára aldri, bæði á vinnumarkaði
Mánaðarlaun krónur: | 120.000 | 240.000 | 360.000 |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 | -6,6% | 21,9% | 28,5% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 | -29,0% | -1,3% | 13,2% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 | -29,0% | -4,8% | 9,8% |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 | 127.920 | 187.440 | 257.400 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 | 154.800 | 243.120 | 312.480 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 | 154.800 | 251.520 | 324.720 |
Dæmi 4
Einstaklingur
Mánaðarlaun krónur: | 120.000 | 240.000 | 360.000 |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 1994 | 21,9% | 31,9% | 35,2% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2006 | 11,1% | 23,2% | 27,2% |
Heildarskatthlutfall m.v. reglur 2007 | 8,6% | 21,0% | 25,1% |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 1994 | 93.720 | 163.440 | 233.280 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2006 | 106.680 | 184.320 | 262.080 |
Ráðstöfunartekjur m.v. reglur 2007 | 109.680 | 189.600 | 269.640 |
Dæmi 5
Hjón með tvö börn undir 7 ára aldri og annað hjóna á vinnumarkaði
Laun eru uppfærð mv. launavísitölu (þ.e. sambærileg laun með 13 ára millibili).
1994 | 2007 | |
Mánaðarlaun, kr. | 175.000 | 250.000 |
Heildarskatthlutfall | 10,8% | -1,8% |
Dæmi 6
Skattleysismörk einstaklings á verðlagi 1. janúar 2006
Skattleysismörk, 4% skyldu lífeyrisgr. | Skattleysismörk, 8% lífeyrisgr. | |
1994 | 83.858 | 83.858 |
2006 | 81.075 | 84.600 |
2007 | 84.302 | 87.968 |
Í ofangreindu dæmi er horft til þess hvert frítekjumarkið er þegar skattalækkanirnar sem ákveðnar hafa verið eru komnar til framkvæmda. Tekið er tillit til þess hvaða áhrif frádráttarbærar lífeyrisgreiðslur hafa á skattleysismörkin. Iðgjald í lífeyrissjóð (allt að 8%) er frádráttarbært frá tekjum árin 2006 og 2007 en var það ekki árið 1994. Það hækkar skattleysismörkin.
Fjármálaráðuneytinu, 27. janúar 2006