Styrkir til leiklistarstarfsemi 2006 - atvinnuleikhópar
Menntamálaráðuneyti hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað af fjárlagaliðnum „Starfsemi atvinnuleikhópa".
Menntamálaráðuneyti hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað af fjárlagaliðnum „Starfsemi atvinnuleikhópa" árið 2006, sem hér segir:
Common Nonsense / Valur Freyr Einarsson o.fl., 4 millj. kr. til uppsetningar á Abortion the musical eftir Hugleik Dagsson. Auk þess hefur stjórn listamannalauna að tillögu leiklistarráðs veitt starfslaun úr listasjóði í 18 mánuði.
Leikhópurinn Á senunni / Felix Bergsson o.fl., 5,9 millj. kr. til uppsetningar á Abbababb, barnasöngleik eftir Felix Bergsson og dr. Gunna.
Kvenfélagið Garpur / María Heba Þorkelsdóttir o.fl. 5,8 millj. kr. til uppsetningar á leikgerð á Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobsdóttur.
Yfirvofandi / Sigtryggur Magnason o.fl., 4,4 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu Yfirvofandi, eftir Sigtrygg Magnason.
Rauði þráðurinn / María Reyndal o.fl., 4,4 millj. kr. til uppsetningar á Gestsauganu, spuna með leiklærðum nýbúum.
Möguleikhúsið ehf / Alda Arnardóttir o.fl., 1 millj. kr. til uppsetningar á ótilgreindu nýju íslensku leikrit fyrir börn. Auk þess hefur stjórn listamannalauna að tillögu leiklistarráðs veitt starfslaun úr listasjóði í 9 mánuði.
Einleikhúsið / Sigrún Sól Ólafsdóttir o.fl., 3 millj. kr. til uppsetningar á spunaverkinu Þjóðarsálin. Auk þess hefur stjórn listamannalauna að tillögu leiklistarráðs veitt starfslaun úr listasjóði í 9 mánuði.
Dansleikhús með Ekka / Kolbrún Anna Björnsdóttir o.fl. 2,1 millj. kr. vegna 10 ára afmælissýningar þar sem sýnd verða dansverk eftir ýmsa höfunda. Auk þess hefur stjórn listamannalauna að tillögu leiklistarráðs veitt starfslaun úr listasjóði í 9 mánuði.
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 17 millj. kr. skv. samstarfssamningi.
Stjórn listamannalauna hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið að veita eftirtöldum leikhópum starfslaun úr listasjóði:
Panic Productions / Gréta María Bergsdóttir, 16 mánuðir, fyrir ótilgreint dans- og leikverk.
Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur / 12 mánuðir, undirbúningsstyrkur fyrir spunaverkið Draugaskipið.
Skopp sf / Linda Ásgeirsdóttir o.fl., 8 mánuðir fyrir Skoppa og Skrítla í leikhúsi, verkefni fyrir lítil börn.
Alls bárust 6 umsóknir um starfsstyrki eða samstarfssamninga til lengri tíma, 86 umsóknir til einstakra verkefna frá 52 aðilum og óskað var eftir starfslaunum í 761 mánuð. Á fjárlögum árið 2006 eru 47 millj. kr. til atvinnuleikhópa. Að auki komu til endurúthlutunar niðurfellt styrkvilyrði frá fyrra ári, 1,5 millj. kr. Til annarra atvinnuleikhópa en Hafnarfjarðarleikhússins komu nú til úthlutunar samtals 30,6 millj. kr. Starfslaun voru veitt fyrir samtals 100 mánuði. Í leiklistarráði eru Björn G. Björnsson, formaður, skipaður án tilnefningar, Hilde Helgason, tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorkelsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.