Skráning kaupskipa á íslenska skipaskrá
Vegna umræðna undanfarnar vikur vekur ráðuneytið athygli á minnisblaði starfshóps um skráningu kaupskipa á íslenska skipaskrá, sem unnið var í nóvember 2004.
Í minnisblaðinu er þróun frá miðjun níunda áratug rakin, afstaða hagsmunaaðila reifuð og skattalegt umhverfi útgerða og sjómanna hér á landi greint. Farið er yfir reglur Evrópusambandsins um ríkisaðstoð til sjóflutninga, yfirlit yfir opnar alþjóðlegar skipaskrár birt og aðgerðir nágrannalandanna skoðaðar. Þá eru mögulegar leiðir settar fram.
Það er niðurstaða vinnuhópsins að ef koma á til móts við óskir atvinnugreinanna þá verður að stíga talsvert stórt skref í þá átt að gera íslenska skipaskrá samkeppnishæfa við erlendar skipaskrár í nágrannalöndum okkar og víðar.
Sjá minnisblað starfshóps um skráningu kaupskipa á íslenska skipaskrá (WORD - 1,7MB)