Loðnukvótinn aukinn
Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, gefið út reglugerð um að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2006, í 210 þúsund lestir eða um 110 þúsund lestir. Þar af koma 103 þúsund lestir í hlut íslenskra skipa. Kvóti þeirra verður því samtals 150 þúsund lestir af 210 þúsundum.
Áfram verður fylgst með göngu loðnunnar og kvótinn aukinn síðar ef ástæða þykir til.
Í fyrri reglugerð um loðnukvótann, sem gefin var út þriðjudaginn 31. janúar, var kveðið á um að loðnuveiðar með flotvörpu verða aðeins leyfðar á tilteknu svæði úti fyrir Austfjörðum. Tekur það gildi klukkan 12:00, 6. febrúar.
Sjávarútvegsráðuneytið
3. febrúar 2006