Alþjóðavinnumálaþingið
Fulltrúi samgönguráðuneytis mun ræða málefni skipverja á kaupskipum á alþjóðavinnumálaþinginu.
Fulltrúi samgönguráðuneytis verður á auka alþjóðavinnumálaþinginu sem haldið verður í Genf í Sviss dagana 7.-23. febrúar 2006, þar sem fjallað verður sérstaklega um málefni skipverja á kaupskipum og alþjóðasamþykktir varðandi þá.
Fyrir liggja drög að nýrri alþjóðasamþykkt sem ætlað er að leysa allar aðrar samþykktir af hendi frá upphafi, þar með talið um 40 samþykktir og 29 tillögur (e. recommentations). Samþykktin mun taka til allra helstu málaflokka, það er ráðningarferil, aldursskilyrði, vinnutíma, öryggi, heilsu og velferð og eftirlit og tryggingamál.
Helsta áhyggjuefni varðandi samþykktina er að þjóðir innleiða hana og framfylgja henni á mismunandi hátt.
Vonir eru bundnar við að nýja samþykktin verði eitt tæmandi skjal um alþjóðasaminga og skyldur vegna skipverja í siglingum.
Fulltrúi samgönguráðuneytis er Sverrir Konráðsson frá Siglingastofnun Ísland en auk þess styrkti ráðuneytið Jón H. Magnússon fulltrúa Samtaka atvinnurekenda og Ægi Stein Sveinþórsson fulltrúa launþega til fararinnar.