Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dæmi um skattalækkanir

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 3/2006

Í umræðum undanfarna daga um skattamál hefur verið gagnrýnt að þau dæmi sem ráðuneytið lét frá sér fara í fréttatilkynningu þann 27. janúar síðastliðin voru ekki reiknuð að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og launabreytinga. Ráðuneytið er ósammála þessu þar sem fyrri dæmi sýna hver skattgreiðsla hefði orðið miðað við sömu tekjur en breyttar skattareglur og sýna því hvernig skattkerfisbreytingarnar lækka skattgreiðslur einstaklinga. Þrátt fyrir þetta er mögulegt að bera saman skattana út frá öðru sjónarhorni þ.e.a.s. þeim forsendum að laun séu þau sömu að raungildi. Þetta hefur nú verið gert þannig að upphafleg tekjuviðmið eru látin halda verðgildi sínu með tilliti til vísitölu neysluverðs. Þessi nálgun staðfestir fyrri niðurstöðu; að skattar hafa lækkað umtalsvert.

Aftur á móti er rangt að bera saman skattbyrði tekna sem hækkaðar hafa verið með launavísitölu því launavísitala hefur hækkað meira en neysluverðsvísitala. Því er ekki verið að bera saman sambærilega hluti að raungildi heldur er verið að bera saman misháar tekjur. Tekjur ársins 2006 eru hærri en ársins 1994 og það er í eðli skattkerfisins, sem ekki er deilt um að þessu sinni, að hærri tekjur bera hærri skatta. Hins vegar gefur það góða mynd af heildar breytingum á kjörum skattgreiðenda að bera saman kaupmátt ráðstöfunartekna þessara ára eftir uppfærslu með launavísitölu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir raunvirði tekna að frádregnum sköttum. Þannig sjást heildaráhrif launahækkana, skattabreytinga og verðlags á kjör skattgreiðenda. Þær niðurstöður ber að sama brunni og áður; kaupmáttur hefur aukist og kjör skattgreiðenda hafa stór batnað.

Í dæmum I-IV eru reiknuð dæmi fyrir fólk í mismunandi stöðu sem á árinu 1994 hafði tekjur sem námu 120, 240 og 360 þúsund krónum á mánuði. Þessar tekjur eru síðan látnar taka breytingu með hliðsjón af vísitölu neysluverðs til ársins í ár og þess sem áætlað er að gildi á næsta ári. Hér er því um jafnverðmætar tekjur að ræða. Í öllum þeim dæmum sem hér eru sýnd er skattbyrði lægri árin 2006 og 2007 en hún var 1994. Neikvæð skattbyrði þýðir að um er að ræða greiðslu úr ríkissjóði til þess sem í hlut á.    


Tekjur breytast með vísitölu neysluverðs
Dæmi I – hjón með tvö börn undir 7 ára aldri

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Skattbyrði alls

1994

120.000

-6,6%

2006

178.692

-16,1%

2007

185.880

-17,6%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

20,2%

2006

357.384

12,9%

2007

371.760

10,8%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

27,4%

2006

536.076

22,7%

2007

557.640

21,0%

   


Tekjur breytast með vísitölu neysluverðs
Dæmi II – einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Skattbyrði alls

1994

120.000

-2,3%

2006

178.692

-3,6%

2007

185.880

-6,0%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

23,7%

2006

357.384

19,2%

2007

371.760

16,5%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

32,6%

2006

536.076

26,8%

2007

557.640

24,1%

   

Tekjur breytast með vísitölu neysluverðs
Dæmi III – einstaklingur

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Skattbyrði alls

1994

120.000

21,9%

2006

178.692

19,0%

2007

185.880

17,4%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

32,5%

2006

357.384

27,1%

2007

371.760

25,3%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

37,3%

2006

536.076

29,8%

2007

557.640

28,0%

   

Tekjur breytast með vísitölu neysluverðs
Dæmi IV – hjón með tvö börn undir 7 ára aldri, einn á vinnumarkaði

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Skattbyrði alls

1994

120.000

-3,4%

2006

178.692

-16,1%

2007

185.880

-17,3%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

21,8%

2006

357.384

12,9%

2007

371.760

10,8%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

28,5%

2006

536.076

22,6%

2007

557.640

20,2%

 

Í dæmum V-VIII eru tekjur látnar fylgja launavísitölu. Eins og kunnugt er hafa laun hækkað meira en nemur verðbólgu á undanförnum árum. Í því skattkerfi sem notað er hér á landi er það óhjákvæmilegt að við hækkandi tekjur hækkar skatthlutfallið. Þrátt fyrir það njóta allir þessir hópar umtalsverðrar hækkunar kaupmáttar ráðstöfunartekna eins og sjá má í töflunum.    


Tekjur breytast með launavísitölu
Dæmi V – hjón með tvö börn undir 7 ára aldri

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Breyting kaupmáttar ráðstöfunartekna frá 1994

1994

120.000

 

2006

255.186

32,2%

2007

266.720

35,2%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

 

2006

510.372

40,2%

2007

533.441

45,0%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

 

2006

765.558

44,7%

2007

800.161

48,8%

   


Tekjur breytast með launavísitölu
Dæmi VI – einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Breyting kaupmáttar ráðstöfunartekna frá 1994

1994

120.000

 

2006

255.186

25,5%

2007

266.720

29,5%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

 

2006

510.372

38,4%

2007

533.441

44,1%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

 

2006

765.558

47,4%

2007

800.161

52,3%

   


Tekjur breytast með launavísitölu
Dæmi VII – einstaklingur

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Breyting kaupmáttar ráðstöfunartekna frá 1994

1994

120.000

 

2006

255.186

39,2%

2007

266.720

42,9%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

 

2006

510.372

49,1%

2007

533.441

53,6%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

 

2006

765.558

56,1%

2007

800.161

61,1%

   


Tekjur breytast með launavísitölu
Dæmi VIII – hjón með tvö börn undir 7 ára aldri, einn á vinnumarkaði

 

 

Mánaðarlegar tekjur

Breyting kaupmáttar ráðstöfunartekna frá 1994

1994

120.000

 

2006

255.186

36,3%

2007

266.720

39,4%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

240.000

 

2006

510.372

43,1%

2007

533.441

48,0%

 

Mánaðarlegar tekjur

 

1994

360.000

 

2006

765.558

46,9%

2007

800.161

51,0%

   

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta