Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2006 Matvælaráðuneytið

Reiðhallir, reiðskemmur og reiðskálar

Greinargerð

Þingmennirnir Jónas Hallgrímsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Einar Már Sigurðarson, Drífa Hjartardóttir, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir og Þuríður Backman lögðu fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar á 128. löggafarþingi Alþingis “Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu hennar. Nefndin skili áliti fyrir 1. október 2003”. Tillaga þessa efnis var samþykkt á Alþingi, sbr. ályktun Alþingis frá 15. mars 2003.

Í kjölfar ályktunar Alþingis skipaði landbúnaðarráðherra nefnd sem falið var það hlutverk sem mælt var fyrir um í ályktun Alþingis.

Nefndin var þannig skipuð:

Atli Már Ingólfsson, lögfræðingur í landbúnaðarráðuneytinu,  formaður.

Ágúst Sigurðsson, þáverandi hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands, núverandi  rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Ásgeir Margeirsson, formaður mannvirkjanefndar Landssambands hestamannafélaga
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands
Guðný Jóhannesdóttir, þáverandi formaður íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar
Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri, sem jafnframt var einn af flutningsmönnum tillögunnar á Alþingi.

Nefndin skilaði skýrslu til landbúnaðarráðherra í janúar 2005. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru:  

 Uppbygging reiðhúsa er sérstaklega tekin fyrir í nefndarálitinu og settar fram ákveðnar tillögur um stuðning við byggingu reiðhúsa á ákveðnum stöðum.

 Á grundvelli þessara tillagna hefur Ríkisstjórn Íslands ákveðið að verja 270 milljónum króna til uppbyggingu reiðhalla, reiðskemma og reiðskála. Hér er um að ræða fjármagn og eignir sem eftir voru við niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins og ekki voru hluti af söluandvirði sjóðsins. Með þessum hætti er öflugum stuðningi veitt til fjölþættrar uppbyggingar og atvinnusköpunar  í landbúnaði og til eflingar kennslu og þjálfunar barna, unglinga og fatlaðra í hestaíþróttum. Landbúnaðarráðherra er falið að skipa 4 manna nefnd sem skal úthluta styrkjum til  byggingar reiðhúsa í samræmi við fyrrgreind markmið. Landbúnaðarráðherra skipar 2 fulltrúa í nefndina án tilnefningar, einn fulltrúa tilnefndan af fjármálaráðherra og einn fulltrúa tilnefndan af menntamálráðherra.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta