Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra stýrði fundi á ársfundi Umhverfisstofnunar S.þ. í Dubai

Sigríður Anna stjórnar fundi hjá UNEP.
Sigríður Anna stjórnar fundi á ársfundi UNEP í Dubai.

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra stjórnaði í dag ásamt umhverfisráðherra Jórdaníu fundi um orku- og umhverfismál á ársfundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Dubai.

Á fundinum voru ræddar aðgerðir til að bæta orkunýtingu og auka hlut endurnýjanlegrar orku í heiminum.

Auk þess að stjórna fundi tók umhverfisráðherra þátt í umræðunum og lagði sérstaka áherslu á nýtingu jarðhita og skýrði m.a. frá aukinni áherslu Íslands á jarðhitanýtingu í þróunarlöndum og minnti á starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Umhverfisráðherra benti á að miklir möguleikar eru á nýtingu jarðhita víðs vegar í heiminum sem gætu séð hundruðum milljónum manna fyrir endurnýjanlegri orku einkum í þróunarlöndunum.

Þróunarsamvinnustofnun stendur fyrir verkefnum í jarðhitanýtingu m.a. í Úganda og Nígaragúa og íslensk fyrirtæki vinna nú með heimamönnum m.a. í Kína Kenya, Slóvaíku og Kaliforníu.

Fundinn sækja ráðherrar og embættismenn um 150 ríkja.

Fréttatilkynning nr. 4/2006
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta