Afhending trúnaðarbréfs
Í gær, miðvikudaginn 8. febrúar, afhenti Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, hans hátign Albert II Belgíukonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Belgíu. Fór afhendingin fram með viðhöfn í höll konungs í Laeken. Sendiherra og konungur ræddu m.a. almennt um samskipti Íslands og Belgíu og um samningaviðræðurnar á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum.