Geðheilbrigðisþjónusta við aldraða
Fimmtán manna faghópur á vegum heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytisins kannar nú meðal annars hvernig þörf aldraðra fyrir geðheilbrigðisþjónustu verður mætt. Þetta kom meðal annars fram í svari heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurnum Ástu R. Jóhannesdóttur og Guðrúnar Ögmundsdóttur, Samfylkingu, um málið á Alþingi. Ráðherra sagði meðal annars: “Í desember síðastliðinn skipaði ég 15 manna faghóp undir formennsku skrifstofustjóra öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem ég fól að koma með ábendingar um hvernig bæta má geðheilbrigðisþjónustu við aldraða hér á landi. Hópurinn er skipaður þannig að innan hans er tryggð góð yfirsýn yfir málaflokkinn, fagþekking og reynsla. Ég ætla hópnum tiltölulega skamman tíma til að fara yfir þessi mál og vænti þess að hann skili mér greinargerð með ábendingum sínum í lok mars þar sem fram kemur hvar helst þarf að bæta þjónustuna og hvaða leiðir eru vænlegastar. Faghópurinn hefur þegar haldið tvo vinnufundi og er mér kunnugt um að sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta fyrir aldraða á stofnunum og fyrirkomulag slíkrar þjónustu er meðal þess sem sérstaklega hefur verið rætt.”
Sjá nánar: Svar heilbrigðis- og trygingamálaráðherra - öldrunargeðdeild (pdf skjal 60 Kb)