Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisfræðslutorg

Umhverfisfræðsluráð býður aðilum sem vinna að umhverfisfræðslu að vera með kynningu á starfsemi sinni á sýningunni Sumar 2006 sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 21. til 23. apríl n.k.

Markmið ráðsins er að gefa þeim sem vinna að umhverfisfræðslu tækifæri til þess að kynna starfsemi sína og fræða sýningargesti um umhverfismál. Hægt verður vera með bása, veggspjöld eða annað kynningarefni. Umhverfisfræðsluráð mun greiða básaleigu að fullu en sýnendur greiða allan annan kostnað við sýningarhaldið.

Umhverfisfræðsluráð óskar eftir umsóknum fyrir 19. febrúar nk. með upplýsingum um sýnanda, hvað hann vill kynna og hversu mikið rými þarf fyrir kynninguna. Umhverfisfræðsluráð áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum eða bjóða sýnendum minna rými en sótt er um. Vinsamlega sendið umsóknir með tölvupósti til Ingibjargar Ólafsdóttur formanns Umhverfisfræðsluráðs.

Umhverfisfræðsluráð
10.2.2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta