Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Tillögur um uppbyggingu öldrunarþjónustu

Nefnd um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði kynnti tillögur sínar á fundi í Hafnarborg í dag. Tillögurnar eru á fimm sviðum. Í fyrsta lagi eru aðgerðir vegna fækkunar rýma á Sólvangi sem þegar eru komnar vel á veg. Í öðru lagi uppbygging þjónustu til að styðja sjálfstæða búsetu aldraðra. Í þriðja lagi tillögur um sérhæfða sjúkrahús- og stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Í fjórða lagi eru tillögur um uppbyggingu Miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði og er þar horft er til þess að húsnæði Sólvangs geti öðlast nýtst í því skyni. Í fimmta lagi eru tillögur um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði þar sem byggt verði á nýrri hugmyndafræði sem miðar að því að efla og styrkja sjálfstæði og sjálfræði aldraðra þótt orðnir séu sjúkir og mikillar hjúkrunar og umönnunar þurfi.

Í ávarpi sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti við kynningu tillagnanna lýsti hann ánægju með samstarf ráðuneytisins og Hafnarfjarðar og sagði m.a.: ,,Mín von er sú að þetta samstarf sem hófst með starfi nefndarinnar geti orðið mikilvægur undirbúningur að mögulegri tilfærslu verkefna þegar fram líða stundir, - ekki aðeins fyrir Hafnarfjörð heldur einnig sem verkefni til að draga af lærdóm í víðara samhengi."

 

pdf-takn Tillögur nefndarinnar...

pdf-takn

Samantekt og helstu tillögur...

Ávarp ráðherra við kynningu á tillögunum

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta