Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2006 Forsætisráðuneytið

Styrkur til Noregsfarar 2006

Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2006.

Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er tilgangur hans „að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli“. Ekki eru veittir styrkir til þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, þ.m.t. samnorrænum sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum, og ekki er úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum.

Í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá aðilum sem uppfylla framangreind skilyrði. Í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda, tilgang fararinnar og tengilið í Noregi. Auk þess skal tilgreina þá fjárhæð, sem farið er fram á.

Umsóknum óskast beint til stjórnar sjóðsins og sendar Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 5. hæð, 150 Reykjavík, fyrir 22. mars 2006. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á vefsíðu forsætisráðuneytisins, forsaetisraduneyti.is.

Í forsætisráðuneytinu, 14. febrúar 2006

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta