Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Viðmið fyrir góða starfshætti ríkisstarfsmanna

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 4/2006

Fjármálaráðuneytið hefur tekið saman leiðbeiningar um viðmið fyrir góða starfshætti ríkisstarfsmanna. Viðmiðin eru sett fram í formi dreifibréfs en ákveðin hefð hefur myndast fyrir setningu dreifibréfa um ríkisstarfsmenn og starfsskilyrði þeirra.

Dreifibréfið geymir kjarna þeirra krafna sem gerðar eru til starfa og háttsemi ríkisstarfsmanna og fram koma í skráðum og óskráðum réttarreglum, svo sem lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulögum, upplýsingalögum og lögum um fjárreiður ríkisins. Í því sambandi er sérstaklega skírskotað til krafna um vammleysi ríkisstarfsmanna. Dreifibréfinu er þannig ætlað að veita leiðbeiningar um þau viðmið sem ríkisstarfsmönnum ber almennt að fylgja við framkvæmd starfa sinna.

Dreifbréfið er ekki tæmandi. Gert er ráð fyrir því að reglurnar kunni eftir atvikum að verða útfærðar nánar í einstökum stofnunum í formi leiðbeinandi reglna eða sérstakra siðareglna. Hefur ráðuneytið beint því til stjórnenda einstakra stofnana að þeir kanni sérstaklega þörfina fyrir slíkt. Jafnframt hefur því verið beint til sömu aðila að viðmiðin verði kynnt starfsmönnum með viðeigandi hætti.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta