Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefnd endurskoðar starfsgrundvöll Lánatryggingasjóðs kvenna

Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða stafsgrundvöll Lánatryggingasjóðs kvenna. Hlutverk nefndarinnar er að yfirfara stöðu Lánatryggingasjóðs kvenna og meta gagnsemi hans með tilliti til þess tilgangs hans að jafna aðgengi kvenna og karla að fjármagni til atvinnurekstrar.

Enn fremur er nefndinni ætlað að yfirfara aðrar aðgerðir stjórnvalda sem hafa sömu eða hliðstæð markmið. Í því sambandi skal sérstaklega kanna ávinning þess að færa Lánatryggingasjóð kvenna og styrkveitingar til atvinnumála kvenna í einn farveg. Jafnframt er nefndinni falið að skoða leiðbeiningar og fræðslustarf í tengslum við starfsemi sjóðsins. Þá er nefndinni ætlað að gera tillögur um hlutverk sjóðsins og kanna aðrar mögulegar leiðir til að ná settum markmiðum, og hafa þar í huga samþættingu kynjasjónarmiða.

Nefndinni er ætlað að skila tillögum 1. apríl 2006.

Nefndina skipa:

Helga Sigrún Harðardóttir, skipuð af félagasmálaráðherra, formaður,

Anna Lea Gestsdóttir, tilnefnd af Byggðastofnun,

Anna Margrét Guðjónsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg,

Berglind Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Iðntæknistofnun,

Dagný Halldórsdóttir, tilnefnd af Félagi kvenna í atvinnurekstri,

Erla Skúladóttir, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,

Helga Björg Ragnarsdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun, og

Þórhallur Vilhjálmsson, tilnefndur af Jafnréttisráði.

Starfsmaður nefndarinnar er Margrét Gunnarsdóttir, deildarsérfræðingur á Vinnumálastofnun.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum