Tvísköttunarsamningum fjölgar jafnt og þétt
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Árið 2005 var nokkuð annasamt á vettvangi tvísköttunarmála.
Lokið var við gerð fjögurra nýrra samninga, þ.e. við Mexíkó, Króatíu, Grikkland og Úkraínu. Þar með er Ísland orðið aðili að 32 tvísköttunar samning um við 36 erlend ríki, en sameiginlegur samningur er í gildi milli Norður landanna. Jafnframt var lokið við endurskoðun á samningi við Þýskaland sem upprunalega er frá árinu 1971.
Af þessum 32 samningum eru 23 samningar í gildi við 27 ríki. Þeir níu sem út af standa eru á mismun andi stigi í fullgildingarferlinu. Samningur inn við Ungverjaland tekur gildi um næstu áramót, samn ingarnir við Ítalíu og Möltu bíða full gildingar þar í landi, samningar við Austur ríki og Suður-Kóreu bíða undir ritunar, en samningar við Grikkland, Króatíu, Mexíkó og Úkraínu eru í þýðingar- og frágangsferli.
Þá hófust viðræður við Indland og Rúmeníu um gerð tvísköttunarsamnings á nýliðnu ári og er þess vænst að þeim við ræðum ljúki á allra næstu mánuðum. Jafnframt er stefnt að því að ljúka viðræðum við Slóveníu fyrir lok þessa árs, en viðræður milli land anna hófust síðari hluta árs 2004.
Endurskoðun á samningi Íslands við Bandaríkin stendur enn yfir og sama má segja Norður landa samninginn. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi viðræðum við Guernsey um gerð samnings um upplýsingaskipti í skattamálum á þessu ári jafnframt því að hafnar verði viðræður við Jersey og Mön um gerð samninga sama efnis.
Að lokum munu viðræður um gerð samnings við Kýpur hefst mjög fljótlega og er vonast til að það takist að ljúka þeirri samningagerð á árinu. Náist þau áform sem að framan er lýst á yfirstandandi ári verður Ísland orðið aðili að 40 tvísköttunarsamningum í lok ársins og jafnframt næst það langtímamarkmið að ljúka gerð samn inga við öll aðildarríki ESB.