Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerðir um tollamál

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Um síðustu áramót tóku gildi ný tollalög, nr. 88/2005.

Við undirbúning frumvarps að lögunum var sérstaklega hugað að uppbyggingu þeirra og leiddi það til töluverðrar uppstokkunar á greina- og kaflaskipan frá því sem áður var.

Nú er unnið að endurskoðun á um 30 reglugerðum sem settar eru með stoð í tollalögum. Stefnt er að því að fækka reglugerðum verulega eða úr rúmlega 30 í fjórar eða fimm. Settar verða tvær meginreglugerðir, önnur um undanþágur frá greiðslu tolla af innfluttum vörum og hin um tollamál almennt. Að auki verða settar tvær eða þrjár reglugerðir um sérstök mál, t.d. Tollskóla ríkisins. Áætluð gildistaka reglugerðanna er 1. mars nk.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta