Nýtt vefsetur í Moskvu
Sendiráð Íslands í Moskvu var opnað 1944. Hlutverk sendiráðsins er margþætt en snýr einkum að því að gæta hagsmuna Íslands í Rússlandi og vinna að því að þróa og efla enn frekar samskipti ríkjanna.
Auk Rússlands eru Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan í umdæmi sendiráðsins.
Nýtt vefsetur sendiráðsins er á þremur tungumálum – rússnesku, ensku og íslensku – hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.