Hoppa yfir valmynd
2. mars 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar 2006

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs fyrir janúarmánuð liggur nú fyrir. Þar sem uppgjörið er á greiðslugrunni og nær aðeins til eins mánaðar er samanburður við fyrra ár háður óvissu vegna tilfærslu milli mánaða og á það jafnt við um tekjur og útgjöld. Þetta getur valdið óeðlilega miklum sveiflum í einstaka liðum.

Samkvæmt uppgjörinu var breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 13,9 ma.kr. í mánuðinum, sem er 11,3 ma.kr. hagstæðari útkoma en í janúar í fyrra. Þá er útkoman 9,9 ma.kr. hagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust 11,2 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 0,2 ma.kr. Hreyfingar á viðskiptareikningum urðu 0,2 ma.kr. hagstæðari. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 12,8 ma.kr. sem er 7 ma.kr. betra en á sama tíma í fyrra. Hagstæðari staða nú skýrist alfarið af jákvæðari tekjujöfnuði en í fyrra.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 41,1 ma.kr. í janúar og hækkuðu um 11,2 ma.kr. frá fyrra ári, eða 37,6% en að teknu tilliti til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur hækkunin um 27%. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld um 36 ma.kr. sem er um 26% hækkun að nafngildi frá síðasta ári. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 4,4% þannig að skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu að raungildi um 21%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 25,4 ma.kr. og hækkuðu um tæplega 9 ma.kr. frá síðasta ári eða um 54,3%. Munar þar mest um aukna innheimtu fjármagnstekjuskatts en í janúar nam hún 13,5 ma.kr. sem er 53% aukning frá sama tíma árið á undan. Jafnframt skýrist 3,7 ma.kr. hækkun tekjuskatts lögaðila að mestu af áðurnefndri tilfærslu milli mánaða. Innheimt tryggingagjöld jukust einnig frá fyrra ári, eða um 15% en launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,3% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam 0,8 ma.kr. sem er aukning um 11,2%. Þar af námu stimpilgjöld ríflega 0,5 ma.kr. en innheimta þeirra hefur hins vegar dregist saman frá fyrra ári um 27,4% sem gefur til kynna að dregið hefur úr veltu á fasteignamarkaði og skuldbreytingu lána.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar en samanlagt hafa almennir veltuskattar hækkað um 14,2% frá fyrra ári. Þannig hafa tekjur af virðisaukaskatti aukist um 9,4% sem jafngildir 4,8% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að vörugjöld af ökutækjum skiluðu ríflega fimmtungi meiri tekjum en á sama tíma í fyrra sem er umtalsverð aukning en þó mun minni en hefur verið undanfarin ár.

Greidd gjöld janúarmánaðar eru 25,5 ma.kr. króna og hækka um 0,2 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 0,7%. Aukningin kemur nær alfarið fram í greiðslum til félagsmála, þ.e. til almannatrygginga, fræðslu- og menningarmála, heilbrigðismála og annarra velferðarmála. Gjöld málaflokksins í heild vega 72% af útgjöldum janúarmánaðar og hækka um 1,7 ma.kr., eða 10% milli ára. Þar af eru 0,7 ma.kr. til heilbrigðismála og 0,5 ma.kr. til fræðslumála. Greiðslur til atvinnumála lækka lítillega milli ára, en vaxtagjöld lækka um 1,6 ma.kr. og vega þar með upp hækkun félagsmála. Í janúar í fyrra var stór flokkur spariskírteina forinnleystur sem leiddi til 1,2 ma.kr. vaxtagjalda. Þá leiddi afborgun af erlendu láni til 0,9 ma.kr. vaxtagreiðslna í fyrra.

Lántökur námu aðeins 1,5 ma.kr. á móti 11,6 milljörðum í fyrra. Að auki voru stutt innlend lán greidd niður um 4 ma.kr. Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóði var aukið um 1 ma.kr. og loks voru 0,3 ma.kr. greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 10 ma.kr. í janúar 2006.

Ný tekjuflokkun ríkissjóðs: Flokkun tekna ríkissjóðs hefur verið endurskoðuð með hliðsjón af nýjum staðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um opinber fjármál (Government Finance Statistics Manual 2001), en fyrri flokkun byggðist á eldri útgáfu þess staðals. Hin nýja tekjuflokkun birtist fyrst síðastliðið haust í ríkisreikningi fyrir árið 2004 og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 til kynningar. Nú birtist hún einnig í mánaðarlegu uppgjöri Fjársýslu ríkisins á tekjum ríkissjóðs.

Helstu breytingar frá eldri flokkun eru að tryggingagjöldin eru aðgreind frá skatttekjum en flokkast þó undir nýjum yfirlið tekna, “skatttekjur og tryggingagjöld”. Þá eru skattar á alþjóðaviðskipti, s.s. tollar og aðflutningsgjöld, flokkuð sérstaklega en ekki undir sköttum á vöru og þjónustu eins og áður. Að lokum gefur hin nýja flokkun kost á meiri og nákvæmari sundurliðun annarra tekna en fyrri flokkun. Við innleiðingu þessarar nýju flokkunar hafa einnig orðið nokkrar breytingar á flokkun einstakra tekjuliða, s.s. gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra og ýmissa neyslu- og leyfisgjalda.  

 

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar 2006

(Í milljónum króna)

 

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur................................................

18.622

19.202

24.204

29.894

41.132

Greidd gjöld.......................................................

17.874

19.485

24.737

25.338

25.508

Tekjujöfnuður...................................................

748

-283

-533

4.556

15.624

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ......................

-15

-

-672

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda..........

-1.275

-3.359

-590

-1.901

-1.698

Handbært fé frá rekstri....................................

-542

-3.642

-1.795

2.655

13.926

Fjármunahreyfingar.........................................

389

644

204

3.219

-1.077

Hreinn lánsfjárjöfnuður...................................

-153

-2.998

-1.591

5.874

12.849

Afborganir lána................................................

-389

-324

-17

-11.135

-4.049

   Innanlands......................................................

-389

-324

-17

-2.142

-4.049

   Erlendis...........................................................

-

-

-

-8.994

-

Greiðslur til LSR og LH...................................

-750

-625

-625

-

-330

Lánsfjárjöfnuður. brúttó..................................

-1.292

-3.947

-2.233

-5.261

8.470

Lántökur............................................................

4.400

5.964

7.674

5.563

1.532

   Innanlands......................................................

4.418

5.979

8.012

-3.431

1.532

   Erlendis...........................................................

-15

-14

-338

8.994

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..............................

3.107

2.017

5.442

302

10.002

  

Tekjur ríkissjóðs janúar 2006

 

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld........

22.026

28.367

39.043

 

    20,9    

  28,8    

 37,6    

  Skattar á tekjur og hagnað..........

12.199

16.492

25.445

 

      8,7    

  35,2    

 54,3    

     Tekjuskattur einstaklinga.............

6.149

7.247

7.766

 

1,3

17,9

7,2

     Tekjuskattur lögaðila...................

319

397

4.143

 

-

-

-

     Skattur á fjármagnstekjur ............

5.731

8.848

13.535

 

10,8

54,4

53,0

  Eignarskattar................................

454

729

810

 

3,7

60,7

11,2

  Skattar á vöru og þjónustu.........

7.065

8.164

9.324

 

43,8

15,6

14,2

    Virðisaukaskattur..........................

4.387

4.908

5.370

 

76,1

11,9

9,4

    Vörugjöld af ökutækjum...............

318

607

732

 

58,2

90,9

20,6

    Vörugjöld af bensíni.....................

782

818

834

 

53,3

4,6

2,0

    Skattar á olíu ...............................

187

236

452

 

-24,3

26,2

91,6

    Áfengisgjald og tóbaksgjald.........

813

793

830

 

-0,7

-2,5

4,6

    Aðrir skattar á vöru og þjónustu....

580

802

1.106

 

-10,3

38,3

37,9

  Tollar og aðflutningsgjöld...........

266

236

295

 

20,1

-11,2

24,8

  Aðrir skattar..................................

31

41

57

 

 552,8

  34,0    

 39,2    

  Tryggingagjöld..............................

2.012

2.705

3.111

 

42,5

34,4

15,0

Fjárframlög

3

54

38

 

 -

 -

 -

Aðrar rekstrartekjur........................

1.513

1.473

2.037

 

 -

 -

 -

Sala eigna........................................

0

0

14

 

 -

 -

 -

Tekjur alls........................................

23.543

29.894

41.132

 

    22,6    

  27,0    

 37,6    



 

  

Gjöld ríkissjóðs janúar 2006

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Almenn mál.....................................

2.534

2.760

2.940

 

46,2

8,9

6,5

Almenn opinber mál.......................

1.434

1.642

1.755

 

31,4

14,5

6,9

Löggæsla og öryggismál...............

1.100

1.118

1.186

 

71,3

1,6

6,1

Félagsmál........................................

17.010

16.737

18.429

 

36,2

-1,6

10,1

Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

          Fræðslu- og menningarmál..

4.974

5.399

5.939

 

67,6

8,5

10,0

          Heilbrigðismál..........................

5.986

6.451

7.174

 

37,4

7,8

11,2

          Almannatryggingamál.............

5.274

4.107

4.386

 

14,3

-22,1

6,8

Atvinnumál......................................

3.289

2.639

2.572

 

49,2

-19,8

-2,5

Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

          Landbúnaðarmál....................

1.486

793

798

 

84,0

-46,6

0,6

          Samgöngumál.........................

1.176

1.199

1.026

 

39,6

2,0

-14,5

Vaxtagreiðslur.................................

909

2.190

512

 

-45,9

141,0

-76,6

Aðrar greiðslur................................

995

1.012

1.056

 

-27,8

1,7

4,3

Greiðslur alls...................................

24.737

25.338

25.508

 

27,0

2,4

0,7



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta